Skáluðu fyrir tárvotri Maríu

María Ólafsdóttir á sviðinu í kvöld.
María Ólafsdóttir á sviðinu í kvöld. EBU

Íslensku Eurovision-fararnir eru nú komnir upp á hótel aftur eftir keppni kvöldsins þar sem María Ólafsdóttir flutti lagið Unbroken. Ísland komst ekki í úrslitakeppnina þetta árið en keppendurnir skáluðu vel fyrir góðri frammistöðu í kvöld.

Valgeir Magnússon hélt ræðu þar sem hann hrósaði Maríu fyrir flutninginn auk lagahöfundanna. „Strákar, það er búið að vera rosa gaman að vinna með ykkur. Útlitsteymið, þið stóðuð ykkur frábærlega, þetta er búið að vera æðislega gaman.“

„Og María. Ég er búinn að vera svo stoltur af þér í þessari ferð. Þú ert búin að taka svo mikið af stórum stökkum. Það er alveg sama hvað, þú munt alltaf eiga jafn risa stóran stað í hjartanu,“ sagði Valgeir við Maríu, sem þurfti vasaklút til að þerra tárin. 

Sjáðu ræðuna hér:

Íslenski hópurinn kominn upp á hótel, auðvitað svekktur en allir eru sammála um að María stóð sig eins og hetja. Valli sport hélt stutta ræðu og svo var skálað fyrir Maríu.

Posted by Söngvakeppni Sjónvarpsins on Thursday, May 21, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson