Þessu klæðast kynnarnir annað kvöld

Klæðnaður kynnanna mun eflaust vekja umtal.
Klæðnaður kynnanna mun eflaust vekja umtal. EBU

Nöfn þeirra Mirjam Weichselbraun, Alice Tumler og Arabella Kiesbauer eru eflaust ekki kunnugleg en eftir síðustu viku ættu andlit þeirra að vera það. Þær stöllur eru fyrstu konurnar til að kynna Eurovision keppnina þrjár saman og hafa m.a. , með dyggri aðstoð Conchitu Wurst úr græna herberginu, frætt Evrópu um stemninguna í Eurovisionhöllinni í Vín og kynnt þau lönd sem komust upp úr undankeppnunum tveimur.

Eins og vera vill með kvenmenn á sviði höfðu notendur samfélagsmiðla sterkar skoðanir á klæðaburði vinkvennanna. Íslendingar  voru allt annað en hrifnir af klæðnaði þeirra á fyrra undankvöldinu en almenn virðist notendum Twitter hafa fundist þær skömminni skárri í gærkvöldi. 

Á rennsli í dag kom síðan í ljós hverju þær stöllur munu klæðast á morgun, þegar sjálf aðalkeppnin fer fram með pompi, prakt og tilheyrandi glimmeri. Þær Weichselbraun, Tumler og Kiesbauer munu allar klæðast svörtum kjólum með mismiklum blúndum og en drottningin sjálf, Conchita Wurzt, hyggst standa út í fjólubláum, baklausum samfestingi. Nú er bara að sjá hvað Tístlandi finnst.

Conchita svífur yfir sviðið í rauðbotna skóm.
Conchita svífur yfir sviðið í rauðbotna skóm. EBU
EBU
EBU
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson