Thicke og Williams voru fyrri til

Pharrell Williams ásamt eiginkonu sinni Helen Lasichanh. Jafnvel þótt Thicke …
Pharrell Williams ásamt eiginkonu sinni Helen Lasichanh. Jafnvel þótt Thicke hefði eignað sér heiður að laginu þegar það var á toppi vinsældarlistanna, sagði hann fyrir dómstólum að Williams væri höfundur þess. AFP

Tónlistarmennirnir á bakvið sóðasönginn Blurred Lines voru fyrri til að leita til dómstóla vegna líkinda lagsins við Got to Give It Up, ef marka má frásögn Jan Gaye, fyrrverandi eiginkonu Marvin Gaye.

Gaye sagði í samtali við HuffPost Live að þegar ásakanir komu upp um að tónlistarmennirnir Pharrell Williams, Robin Thicke og Clifford „T.I.“ Harris Jr. hefðu brotið gegn höfundarrétti fyrrverandi eiginmanns hennar, hefðu þeir farið í mál við fjölskyldu hans til að fá formlegan úrskurð um frávísun.

„Þeir höfðuðu mál á hendur okkur af því að þeir vildu að dómari gæfi út frávísun sem segði að lagið væri upprunalegt lag og að það bryti ekki gegn höfundarrétti eða öðru lagi,“ sagði Gaye. Hún sagði að fréttirnar hefðu komið henni gjörsamlega í opna skjöldu.

Gaye segir að í kjölfarið hefði fjölskyldan verið tilneydd til að höfða mál gegn tónlistarmönnunum. Dómarinn hafnaði frávísunarkröfu Williams, Thicke og Harris Jr., og það var niðurstaða dómstólsins að Williams og Thicke hefðu sannarlega brotið gegn höfundarrétti Marvin Gaye. T.I. var sýknaður í málinu.

Fjölskyldunni voru dæmdar 7,3 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/ziz9HW2ZmmY" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson