Íslendingur tilnefndur sem besti dansari Danmerkur

Jón Axel Fransson.
Jón Axel Fransson. Ljósmynd/Costin Radu

Hinn 24 ára gamli Jón Axel Fransson hefur verið tilnefndur til Reumert-verðlaunanna í Danmörku, virtustu verðlauna á sviði sviðslistar, sem besti dansari Danmerkur. Jón hefur búið í Danmörku frá þriggja ára aldri og dansar hann með Konunglega danska ballettinum.

Tilnefninguna hlaut hann fyrir hlutverkið Róthbart í Svanavatninu, sýningu sem Konunglegi danski balletinn sýndi í mars og apríl. Jón Axel fór einnig með hlutverk Bennó í sýningunni.

Gagnrýnendur tilnefndu þrjá einstaklinga til verðlaunanna, tvo karlkyns og eina kvenkyns, en valið var úr tæplega 200 sýningum sem þeir sáu. Segir Jón Axel að því sé það mikill heiður að vera tilnefndur til verðlaunanna.

Úrslitin verða kunngerð þann 21. júní næstkomandi og segir Jón Axel að samkeppnin sé hörð, hinir dansararnir eru mjög hæfir, en hann vonar að sjálfsögðu að hann hljóti titilinn besti dansari Danmerkur.

Aðspurður segist hann ætla að ferðast um heiminn og dansa á næstu misserum. Nefnir hann Bandaríkin í því samhengi og segist m.a. hafa augastað á San Fransisco þar sem Helgi Tómasson gegnir hlutverki listræns stjórnanda San Fransisco-ballettsins. 

Ljósmynd/Costin Radu
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson