Hvað gerist ef Ástralía vinnur Eurovision?

Guy Sebastian á æfingu í Vínarborg í gær.
Guy Sebastian á æfingu í Vínarborg í gær. AFP

Í kvöld fara úrslit Eurovision fram í Vínarborg. Eins og flestir vita á Ástralía lag í keppninni í ár í tilefni af 60 ára afmæli Eurovision en enginn virðist vita nákvæmlega hvað gerist skyldi Ástralía vinna keppnina.

Samkvæmt hefðinni heldur það land sem hefur sigurinn keppnina að ári. Því er eðlilegt að spyrja hvort Ástralía taki að sér að halda keppnina, standi hinn geðþekki Guy Sebastian uppi sem sigurvegari í kvöld.

Skipuleggjendur hafa sagt að svo muni ekki verða. Fái Ástralía flest stig muni ástralska sjónvarpsstöðin SBS skipuleggja viðburðinn í slagtogi við evrópskt ríki þar sem keppnin gæti farið fram. Ekki hefur verið staðfest að Ástralir fái að verja titilinn komi til þess en líklegt þykir að þeir fái að senda inn lag ef breytingin slær í gegn hjá áhorfendum.

Christer Björkman hjá sænska miðlinum SVT sat í nefndinni sem ákvað að taka Ástralíu inn í söngvakeppnina árið 2015. Hann er sá sem hefur gefið hvað nákvæmasta lýsingu á því sem mun eiga sér stað ef Ástralía vinnur Eurovision og slær hann því föstu að Þýskaland muni halda keppnina. Frá þessu greinir OikoTimes.

„Ástralía hefur frá upphafi þurft að vinna með Evrópskum miðli sem gat tryggt að [þeirra ríki] gæti haldið keppnina, ef ske kynni að Ástralía myndi vinna keppnina,“ sagði Björkman í viðtali við SVT. „Það var hluti af samkomulaginu. Fljótlega kom í ljós að NDR væri sá miðill. Svo ef Ástralía vinnur skipuleggja SBS og NDR það saman og keppnin verður haldin í Þýskalandi.“

Viðburðarstjóri Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva hefur þó látið hafa eftir sér að engin ákvörðun hafi verið tekin enn. Eina leiðin til að vera viss um hvað verður er ef Ástralir sigra í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson