Lifði í 103 ár með tvíburasystur sinni og í mánuð án hennar

Systurnar voru sannarlega saman frá vöggu til grafar. Myndin tengist …
Systurnar voru sannarlega saman frá vöggu til grafar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Ómar Óskarsson

Elstu tvíburar Bretlands létust nýlega með aðeins nokkurra vikna millibili. Systurnar Glenys Thomas og Florence Davies höfðu verið óaðskiljanlegar í 103 ár þegar Glenys lést þann 23. apríl en innan við mánuði seinna, þann 20. maí féll Florence einnig frá. Þessu greinir The Telegraph frá.

Systurnar, sem voru báðar orðnar langalangömmur voru fæddar árið 1911, árið áður en Titanic sökk og lifðu því af tvær heimsstyrjaldir. Þær bjuggu alla sína tíð í þorpinu Abertridwr í Wales þar sem þær ættu hús hlið við hlið en systurnar tengdu húsin með því að setja upp dyr í gegnum eldhúsin svo þær gætu eytt meiri tíma saman.. Talið er að þær Glenys og Florence hafi orðið elstu eineggja tvíburar heims en fjölskylda þeirra segir langlífið rólegum lífstíl þeirra að þakka.

„Þær lifðu látlausu lífi, þær fóru aldrei til útlanda, þær voru alltaf hamingjusamastar saman,“ segir Gwenda Stacey, dóttir Glenys Thomas um systurnar. Frú Thomas eignaðist eitt barn, þrjú barnabörn, níu barnabarnabörn og eitt barnabarnabarnabarn. Frú Davies eignaðist þrjú börn, níu barnabörn og tólf barnabarnabörn. Systurnar unnu báðar við hreingerningar áður en þær urðu húsmæður en þær lifðu báðar eiginmenn sína. Á efri árum þjáðust þær af miklum elliglöpum en spurðu þó enn um hvor aðra á öldrunarheimilinu þar sem þær bjuggu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson