Bam nennti ekki að bíða

Margera setti þessa mynd á Instagram síðu sína og benti …
Margera setti þessa mynd á Instagram síðu sína og benti umboðsmanninum Leon Hill á að „karma væri raunverulegt“ Ljósmynd/Instagram

Mál hjólabrettakappans og sjónvarpsmannsins Bams Margera er komið úr höndum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Margera mætti á lögreglustöðina við Hverfisgötu til að leggja fram kæru, en leiddist biðin eftir rannsóknarlögreglumanni að sögn Gunnars Hilmarssonar aðalvarðstjóra hjá LRH. „Hann hafði ekki þolinmæði í að bíða og fór bara,“ segir Gunnar. „Fyrst hann lagði ekki fram kæru er þessu lokið af okkar hálfu, við förum ekki að eltast við það.“ Gunnar bendir þó á að ekki sé útilokað að leggja fram kæru síðar, t.d. bréfleiðis.

Frétt mbl.is: Myndband af slagsmálum Gísla Pálma og Bam Margera

Myndband náðist af áflogum á Secret Solstice tónlistarhátíðinni í Laugardalnum í fyrradag, þar sem Margera fær verður fyrir höggi. Rapparinn Gísli Pálmi sést meðal annars taka þátt í slagsmálunum ásamt tónlistarmanninum Agli Ólafi Thorarensen. Þá setti Margera bæði mynd og myndband á Instagram síðu sína í dag þar sem hann sendir umboðsmanninum Leon Hill kaldar kveðjur, en áflogin eru talin hafa sprottið upp í tengslum við óuppgerðar sakir þeirra á milli.

Frétt mbl.is: „Karma er raunverulegt“

@rockpublicity

A video posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 22, 2015 at 9:10am PDT

Hér að ofan má sjá myndband sem Margera birti á leið úr landi og sendir umboðsmanninum Hill kaldar kveðjur.

Óklárað áverkavottorð með nafni Margera fannst á jörðinni fyrir utan Leifsstöð síðdegis, en eins og mbl.is sagði frá fyrr í dag er hann nú farinn úr landi.

„Þetta lá bara þarna samanbrotið, eins og einhver hafi geymt það í vasa og síðan ákveðið að kasta því frá sér,“ segir Sigurður Benediktsson, sem fann vottorðið og birti mynd af því á Facebook síðu sinni. „Þetta er auðvitað allt á íslensku, hann hefur kannski ekki nennt að reyna að skilja það og fylla út.“

Nau nau nau, hvað haldiði að ég hafi fundið í götunni fyrir utan leifstöð í dag? Sýnist þetta vera ókláruð beiðni um á...

Posted by Sigurður Benediktsson on Monday, June 22, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson