Palin: „Óléttan var plönuð!“

Bristol Palin ásamt syni sínum Tripp.
Bristol Palin ásamt syni sínum Tripp. Instagram

Bristol Palin, dóttir fyrrverandi varaforsetaframbjóðanda í Bandaríkjunum Söru Palin, hefur svarað þeim sem gerðu grín af henni í kjölfar nýlegs viðtals þar sem hún kallaði óléttuna sína „mikil vonbrigði.“

Palin er 24 ára einstæð móðir og lýsti í viðtalinu þeim erfiðleikum sem hún hafði gengið í gegnum. Margir gerðu einnig grín að henni þar sem hún hefur lengi verið talsmaður skírlífis fram að giftingu.

„Hér eru nokkrir hlutir sem ég vil að þið vitið áður en þið haldið áfram að gera grín að mér, dæma mig og tala um mig,“ skrifaði hún á bloggsíðu sína í dag.

Sjá frétt mbl.is: Kallaði óléttuna „mikil vonbrigði“

„Enginn er fullkominn. Ég gerði mistök en mistökin eru ekki þau sem allir halda að þau séu. Óléttan var plönuð,“ segir Palin sem átti barnið mánuði eftir að hún hætti við fyrirhugað brúðkaup sitt með kærasta sínum Dakota Mayer.

Mayer hefur sjálfur ekki tjáð sig um nýafstaðinn fjölmiðlastorm.

„Ég hélt að samband okkar væri á leið í þessa átt, og ég fór fram úr sjálfri mér. Hlutir fór ekki eins og ég ætlaði mér en lífið heldur áfram. Ég sé ekki eftir því að hafa átt þetta barn. Barnið er svo sannarlega engin vonbrigði og ég get ekki beðið eftir að fá að eignast annað. Tripp (sonur hennar innsk. blm.) á eftir að verða flottur stóri bróðir.“

Hún segist að lokum í blogginu aldrei hafa íhugað fóstureyðingu. Segist hún vera sterklega andsnúna fóstureyðingum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson