Leita að nýjum útvarpsleikhússtjóra

Viðar Eggertsson, fráfarandi Útvarpsleikhússtjóri.
Viðar Eggertsson, fráfarandi Útvarpsleikhússtjóri. ljósmynd/RÚV

RÚV leitar nú að nýjum útvarpsleikhússtjóra, en Viðar Eggertsson, sem hefur gegnt starfinu síðan í byrjun árs 2008, telur að kominn sé tími til að einhver annar taki við keflinu. Viðar mun hverfa til annarra verkefna tengdra menningu og listum á Rás 1.

Í fréttatilkynningu frá RÚV kemur fram að undir stjórn Viðars hafi Útvarpsleikhúsið blómstrað og unnið til bæði innlendra og alþjóðlegra verðlauna. Viðar hafi lagt sérstaka rækt við íslenska leikritun og bryddað upp á ýmsum nýjungum þar sem kannaðir hafi verið möguleikar hljóðheimsins. Þá hafi hann haft forgöngu um að jafna kynjahlutfall leikskálda og leikstjóra svo eftir hafi verið tekið.

„Það hefur verið einstaklega skemmtileg og spennandi áskorun að stjórna Útvarpsleikhúsinu þennan tíma sem ég hef starfað. Áskorunin var ekki síst fólgin í því að finna Útvarpsleikhúsinu nýja rödd á erfiðum tímum fjármálahrunsins. Mótlæti skapar líka ný tækifæri ef það er litið þeim augum,“ er haft eftir Viðari um störf sín þessi ár. „En nú er rétt að nýr og ferskur andi blási um hina síungu listgrein Útvarpsleikhúss og mun ég glaður afhenda keflið nýjum stjóra sem væntanlega mun finna nýja og enn meira spennandi sóknarmöguleika fyrir þetta einstaka leikhús.“

Starf útvarpsleikhússtjóra verður auglýst laust til umsóknar um næstu helgi að því er fram kemur í tilkynningunni. „Í starfinu felst að marka Útvarpsleikhúsinu stefnu til náinnar framtíðar, huga að sóknarfærum til að efla listgreinina sjálfa og nýta þau tækifæri sem eru í sjónmáli til að vinna henni veg og ekki síst að koma auga á ný. Verkefni Útvarpsleikhússins þurfa að vera í stöðugri mótun og takast á við samtímann hverju sinni, um leið og byggt er á því 85 ára starfi sem unnið hefur verið, og ekki síst að vera í fararbroddi íslensks leikhúslífs og útvarpslistar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson