Lily Allen þurfti læknisaðstoð á Glastonbury

Söngkonan Lily Allen.
Söngkonan Lily Allen. mbl.is/AFP

Söngkonan Lily Allen féll í yfirlið á tónlistarhátíðinni Glastonbury vegna glæfralegs lífernis. Allen, sem er árlegur gestur á hátíðinni, þurfti aðstoð sjúkraliða eftir að hún féll í yfirlið baksviðs laugardagskvöldið 27. júní.

Á vef Contactmusic.com kemur fram að Lily hafi verið með eiginmanni sínum Sam Cooper og nokkrum vinum á VIP-svæði hátíðarinnar þegar það leið yfir hana. Vitni segja að söngkonan hafi legið í um 45 mínútur og þurft að jafna sig. Sjúkraliðar gáfu henni súrefni en töldu að hún þyrfti ekki á meiri aðstoð að halda eftir það.

Hún hefur þó náð skjótum bata þar sem hún var mætt á Wireless-hátíðina í London síðastliðna helgi.  „Það er allt í góðu með hana og hún skemmti sér frábærlega á Glastonbury,“ sagði heimildarmaður tímaritsins The Sun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson