Með gamlan skriðdreka í kjallaranum

Panther skriðdreki.
Panther skriðdreki. Bundesarckiv

Margt kom þýsku lögreglunni á óvart þegar hún framkvæmdi húsleit á setri þorpinu Heikendorf í útjaðri borgarinnar Kiel í Þýskalandi síðasta miðvikudag. Húsleitin var gerð vegna gruns um að á setrinu væri að finna hergögn sem óheimilt er að eiga samkvæmt þýskum lögum.

Þegar farið var niður í kjallara setursins fannst þar meðal annars skriðdreki af gerðinni Panzerkampfwagen V, öðru nafni Panther. Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.de að skriðdrekinn hafi verið framleiddur árið 1943 í miðri síðari heimsstyrjöldinni. Ennfremur fannst tundurskeyti í kjallaranum, 88 mm loftvarnarbyssa sem Þjóðverjar notuðu í stríðinu og ýmis önnur vopn.

Erfiðlega gekk að koma skriðdrekanum úr kjallaranum en hald var lagt á vopnin. Þýski herinn var beðinn um aðstoð og sendi hann á staðinn sérútbúinn skriðdreka sem er hugsaður til þess að fjarlægja laskaða skriðdreka. Lögfræðingur eigenda setursins hafnaði því að skjólstæðingur sinn hefði brotið lög þar sem ekki væri lengur hægt að skjóta af fallbyssu skriðdrekans.

Rætt er við bæjarstjóra Heikendorf sem var ekki hissa á því að skriðdrekinn hafi fundist á setrinu. Sagði hann eiganda hans hafa rúntað um á honum árið 1978. Hann sagðist ekki vilja vera með neinar yfirlýsingar um eiganda setursins sem er á sjötugsaldri. „Sumt fólk hefur gaman af járnbrautarlestum, aðrir hafa gaman að skriðdrekum.“

Myndir af skriðdrekanum má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson