„Þetta verður mikil veisla“

Snoop Dogg heldur uppi stuðinu á morgun í Höllinni.
Snoop Dogg heldur uppi stuðinu á morgun í Höllinni. AFP

Krist­inn Bjarna­son viðburðastjóri Nordic Events er spenntur en á morgun verður haldið partý í Laugardalshöllinni. Aðalnúmerið þar verður rapparinn Snopp Dogg en auk hans koma fjöldi annarra listamanna fram. „Ef þetta er ekki heitasta hip-hop veisla sumarsins þá veit ég ekki hvað. Leynigestirnir eiga eftir að gera allt brjálað,“ segir Kristinn við mbl.is.

Leynigestir kvöldsins verða ekki af verri endanum. Bent kemur fram og annar íslenskur leynigestur er mikil kanóna í hip-hop senunni í dag. „Síðan kemur með Snoop einn rappari sem rappaði með honum á plötunni sem skaut honum á stjörnuhimininn, Doggystyle, frá árinu 1993.“

Gestir Laugardalshallar verða ekki sviknir á morgun. „Það er verið að setja upp stærsta hljóð- og ljósakerfi í Höllinni hingað til og engu er til sparað til að gera upplifun gesta sem besta. Það kemur fólki á óvart þegar það sér allt dæmið, sérstaklega alla listamennina. Þetta er stærsta hip-hop veisla sumarsins, með fullri virðingu fyrir öðrum. Það verður ekki stoppað í sekúndu, flæðið verður gott og þetta verður mikil veisla.“

Miðasala er í fullum gangi og hægt er að nálgast miða hér

 Hér má sjá aðra smáskífu Snoop Dogg af Doggystyle plötunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir