Engar vísbendingar um dauða Brown

Whitney Houston og Bobbi Kristina.
Whitney Houston og Bobbi Kristina. PictureGroup / Rex Features

Við fyrstu rannsóknir á líkama Bobbi Kristinu Brown fundust engar vísbendingar um meiðsl eða aðrar augljósar orsakir dauða hennar.

Rannsakendur frá The Fulton County Medical Examiner‘s Office sögðu í gær að vissulega myndi sá tími sem að Brown lá í dái flækja rannsóknina en þörf væri á krufningu til að finna út dánarorsökina.

Í skýrsl­um sem að tekn­ar voru þegar að Brown var lögð inn á spít­ala er slys­inu lýst sem drukkn­un.

Bobbi Krist­ina Brown var 22 ára göm­ul þegar hún lést í gær. Hún hafði verið í dái í hálft ár eft­ir að hún fannst meðvit­und­ar­laus í baðkari á heim­ili sínu þann 31. janú­ar síðastliðinn. 

Samkvæmt Sky News rannsaka lögregluyfirvöld nú málið en kærasti Brown, Nick Gordon, var í síðasta mánuði ákærður fyrir að valda henni skaða og fyrir að stela af bankareikningi hennar meðan að hún var í dái.

Frétt mbl.is - Brown verður krufin

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson