Endurkoma Spice Girls 2016

Kryddpíurnar á þekktu veggspjaldi.
Kryddpíurnar á þekktu veggspjaldi. Skjáskot / Spice Girls

Á næsta ári verða liðin um tuttugu ár síðan að stúlknasveitin Spice Girls gaf út smellinn „Wannabe“ og komst þannig á kortið í tónlistarbransanum. Smellurinn var efstur á vinsældarlistum í um 37 löndum árið 1996. Mel B fyrrum meðlimur grúppunnar hefur nú rætt við fjölmiðla ytra um endurfundi hljómsveitarinnar til að fagna tuttugu ára afmælinu.

Í viðtali við Today Show ræddi Mel B um starf sitt sem dómari í Amercia‘s got Talent og möguleikann á endurkomu hljómsveitarinnar.

„Þegar þú segir að þetta sé tuttugu ára afmælið okkar þá rennur þetta upp fyrir manni og lætur mann hugsa, guð minn góður það er svona langt síðan. Vonandi eigum við eftir að hittast á árinu og gera eitthvað saman. Það er allavega á dagskránni hjá mér en ég veit ekki með hinar. Við höfum allar farið í sitthvora áttina en líkar alltaf jafn vel við hvort aðra og það er það eina sem skiptir máli.“

Samkvæmt vefnum Contactmusic héldu Spice Girls síðast tónleika árið 2012 á Sumarólympíuleikunum í London. Þá héldu þær einnig aðra tónleika seinna sama ár til þess að kynna söngleikinn Viva Forever.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson