Gwen Stefani og Gavin Rossdale að skilja

Gwen Stefani og Gavin Rossdale
Gwen Stefani og Gavin Rossdale AFP

Söngkonan Gwen Stefani og eiginmaður hennar, söngvarinn Gavin Rossdale eru að skilja. Greint er frá þessu í Irish Examiner.

Stefani, sem er söngkona hljómsveitarinnar No Doubt, og Rossdale, söngvari hljómsveitarinnar Bush, hafa verið gift í tæp þrettán ár og eiga þrjá syni saman. Sá yngsti er eins árs gamall. Stefani óskaði eftir skilnaðinum í gær í Los Angeles. Samkvæmt dómsskjölum er ástæðan óásættanlegur ágreiningur.

Stefani og Rossdale fara fram á sameiginlegt forræði yfir börnum sínum, Zuma, Kingston og Apollo. Í tilkynningu sem þau sendu frá sér í sameiningu segir að þau stefni að því að ala börnin upp í sameiningu en þau hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu um að óska eftir skilnaði. Þrátt fyrir að þau séu ekki lengur félagar í hjónabandi þá verði þau áfram félagar þegar kemur að foreldrahlutverkinu. Þau biðja fjölmiðla um að veita þeim næði á næstunni.

Auk tónlistarinnar þá hefur Stefani unnið sem fatahönnuður og unnið við sjónvarpsþættina The Voice í Bandaríkjunum. Þau Stefani, 45 ára, og Rossdale, 49 ára, unnu saman að þáttunum í fyrra og viðurkennir Stefani að samstarfið hafi ekki gengið neitt sérstaklega vel.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="480" src="https://www.youtube.com/embed/ubvV498pyIM" width="640"></iframe><div id="embedded-remove"> </div> <iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="480" src="https://www.youtube.com/embed/a8JxZa2UJ6E" width="640"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson