Kærastinn ábyrgur fyrir dauða Brown

Bobbi Kristina Brown
Bobbi Kristina Brown AFP

Skiptastjóri dánarbús Bobbi Kristinu Brown, dóttur söngkonunnar Whitney Houston, höfðaði mál í gær föstudag gegn fyrrverandi kærasta hennar, Nick Gordon, fyrir að gefa henni „eitraðan kokteil“ og dýfa höfði hennar ofan í baðkar. Brown fannst án meðvitundar í baðkari á heimili sínu í janúar. Hún komst aldrei til meðvitundar og lést fyrr í sumar.

Fram kemur í frétt AFP að málið hafi upphaflega verið höfðað 24. júní. Breytt útgáfa hafi verið lögð fram í gær. Gordon er sakaður um andlegt og líkamlegt ofbeldi í garð Brown og fyrir að hafa stolið rúmlega 11 þúsund dollurum frá henni í kjölfar þess að hún missti meðvitund.

Þá er hann sakaður um að bera ábyrgð á dauða hennar. Byggt er á rifrildi á milli Gordons og Brown sem er sagt hafa átt sér stað skömmu áður en hún fannst í baðkarinu. Rifrildið hafi staðið í um hálftíma eftir að Gordon kom heim eftir að hafa verið úti á lífinu þar sem hann hafi neytt kókaíns og áfengis.

Samkvæmt málshöfðuninni gaf Gordon Brown „eitraðan kokteil“ sem varð til þess að hún missti meðvitund. Í kjölfarið hafi hann dýft höfði hennar ofan í baðkarið sem fyllt hafði verið af köldu vatni sem hafi valdið henni heilaskemmdum. Fullyrt er að Brown hafi að lokum látist af þessum sökum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson