Vill fá samkynhneigðan eða svartan Bond

Pierce Brosnan.
Pierce Brosnan. Picasa

Orðrómur hefur verið uppi um að Idris Elba verði fyrsti svarti maðurinn til að taka að sér hlutverk James Bond. Í viðtali við Details magazine segir Pierce Brosnan að hann gæti vel hugsað sér að breski leynilögreglufulltrúinn sem er einnig þekktur flagari verði samkynhneigður í ókominni tíð.

„Að sjálfsögðu, af hverju ekki? Reyndar veit ég ekki hvernig það myndi virka, ég er ekki viss um að Broccoli (framleiðandi myndanna) myndi vilja hafa Bond samkynhneigðan en það væri svo sannarlega athyglisvert.“

Um þann orðróm að Elba verði næsti James Bond sagði Brosnan: „Byrjum á því að fá frábæran svartan leikara til að leika Bond. Idris Elba hefur vaxtarlagið, persónuleikann og nærveruna en ég held að Craig ætli að vera þarna í nokkur ár í viðbót.“

Brosnan var fimmti leikarinn til að fara með hlutverk Bond. Hann lék í myndunum „GoldenEye,“ „Tomorrow Never Dies,“ „The World is Not Enough“ og „Die Another Day.“ Daniel Craig tók við af honum og er nýjasta Bond-myndin „Spectre“ frumsýnd í október.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson