Reggíhátíð fyrir alla

Reggítónlistarmaðurinn og aktivistinn Rocky Dawuni.
Reggítónlistarmaðurinn og aktivistinn Rocky Dawuni.

Reggítónlistarmaðurinn og aktivistinn Rocky Dawuni mun halda tónleika ásamt hljómsveit sinni í Gamla bíó á sunnudaginn kl. 21.00. Í tilefni komu hans var ákveðið að hafa reggíhátíð fyrir alla og verða sérstakir tónleikar fyrir börn og fjölskyldur þeirra með hljómsveitinni Amabadama kl. 15.00. Frítt er á þá tónleika fyrir 10 ára og yngri en 1000 kr. fyrir aðra, segir í fréttatilkynningu.

Um kvöldið verða svo tónleikar með Rocky sem er í stuttu stoppi á Íslandi á leið sinni til Grænlands, en hann er að fylgja eftir sinni sjöttu plötu, Branches of the same tree, sem kom út í mars á þessu ári. Þrátt fyrir að hann sé ekki þekkt nafn á Íslandi er hann virtur reggílistamaður víða um heim og hefur deilt sviði með stjörnum eins og Stevie Wonder, Peter Gabriel, Bono, Jason Mraz og fleirum og hefur CNN sett hann á lista yfir 10 bestu tónlistarmenn frá Afríku. Tónlist hans, sem er undir áhrifum listamanna á borð við Fela Kuti, Bob Marley, Michael Franti, K'naan og Matisyahu, hefur hljómað í sjónvarpsþáttunum ER, Weeds og Dexter sem og í tölvuleikjum FIFA.

Rocky er uppalinn í Gana en þrátt fyrir að vera nú búsettur í Los Angeles þá er hans helsta markmið að vinna að mannréttindamálum og friðaruppbyggingu í Afríku og vill hann nota tónlist sína til þess koma sínum skilaboðum á framfæri og tengja saman fólk af ólíkum menningarheimum. Rocky er talsmaður margra mannúðarsamtaka eins og UNICEF og Carter Center og hefur m.a. leitt verkefni stofnað af Hillary Clinton á vegum Sameinuðu Þjóðanna með leikkonunni Juliu Roberts og fleirum, sem snýr að því að bæta eldunaraðstöðu fólks í Afríku.

Miðaverða á tónleika kvöldsins með Amabadama og Rocky Dawuni er 3.500 kr. Miðasala er á midi.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson