Forsyth starfaði fyrir MI6

Fredrick Forsyth.
Fredrick Forsyth. Wikipedia

Spennusagnahöfundurinn Fredrick Forsyth upplýsti í sjálfsævisögu sinni að hann hafi á köflum starfað fyrir bresku leyniþjónustuna MI6.

Forsythe, sem skrifaði meðal annars bókina „The Day of the Jackal“, segir frá því í ævisögunni að þegar hann starfaði sem blaðamaður árið 1968 hafi maður á vegum MI6 að nafni „Ronnie“ nálgast hann í þeim tilgangi að hafa heimildamann í Biafra, en þar var borgarastyrjöld á árunum 1967 til 1970.

„Þegar ég snéri til baka í regnskóginn, þá átti Ronnie þennan heimildarmann,“ skrifar Forsyth í endurminningum sínum. Ævisagan heitir „The Outsider“, en glefsur úr henni birtust í The Sunday Times í dag. Bókin kemur út í næsta mánuði.

Meðan Forsyth dvaldi í Biafra sagði hann fréttir af stöðu her- og mannúðarmála í landinu, en hélt „Ronnie upplýstum um atriði, sem af ýmsum ástæðum, gátu ekki birst í fjölmiðlum.“

Árið 1973 var þess óskað við hann að hann færi í verkefni fyrir bresku leyniþjónustuna til Austur-Þýskalands, þar sem hann sótti pakka til Dresden sem var í fórum rússnesks ofursta. Pakkinn var afhentur á klósettinu á Albertinum safninu.

Á áttunda áratugnum, þegar hann var í Ródesíu, nú Simbabve, var hann beðinn að komast að því hvernig stjórnvöld í landinu væru líkleg til að hegða sér í hinum ýmsu málum, og á níunda áratugnum átti hann að grennslast fyrir um hvað stjórnvöld í Suður-Afríku hygðust gera við kjarnavopn sín eftir að aðskilnaðarstefnan leið undir lok.

Í staðinn fékk hann aðstoð MI6 við að afla heimilda fyrir bækur sínar. Forsyth er 77 ára og hafa bækur hans selst í 70 milljónum eintaka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson