Mun Obama drekka eigið þvag?

Þú brosir kannski núna herra forseti...
Þú brosir kannski núna herra forseti... AFP

Barack Obama Bandaríkjaforseti lagði af stað í þriggja daga heimsókn til Alaska í dag þar sem hann mun ávarpa ráðstefnu um loftslagsmál.

Obama mun þó ekki aðeins ræða náttúru Alaska heldur jafnframt kynnast henni að eigin raun með þáttastjórnandanum Bear Grylls. Forsetinn mun birtast í sjónvarpsþætti hans, Running WildwWith Bear Grylls sem sýndur er á NBC en í þeim þáttunum kennir Grylls fólki að lifa af í óbyggðum.

Það ætlar hann einmitt að kenna en Obama en það sem aðdáendur þáttarins eru spenntastir fyrir er að sjá hvort forsetinn drekki eigið þvag.

Grylls er nefnilega þekktur fyrir tvennt, fyrir að sérfræðiþekkingu sína á óbyggðum og fyrir að fá frægt fólk til að drekka þvag í nafni þess að lifa af.

Raunar hefur nú þegar verið hrint af stað undirskriftalista á vefsíðu Hvíta hússins þar sem farið er fram á að Obama drekki eigið þvag.

„Við biðjum um að Obama geri það rétta í stöðunni og drekki eigið þvag í tökum á Running Wild with Bear Grylls. Fyrir vísindin. Þjóðin krefst þess,“ segir við undirskriftalistann.

Til þess að fá opinbert svar frá Hvíta húsinu um þvagdrykkju forsetans þurfa að nást 100.000 undirskriftir. Þegar þetta er skrifað hafa aðeins safnast 22 undirskriftir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson