Bowie semur fyrir Svamp Sveinsson

David Bowie.
David Bowie. AFP

Tónlistargoðsögnin David Bowie mun semja tónlistina fyrir söngleik byggðan á teiknimyndunum um Svamp Sveinsson (e. SpongeBob SquarePants). Leikhópurinn Oriental Theatre sem starfar í Chicago í Bandaríkjunum greindi frá því í dag að Bowie myndi leiða hóp tónlistamanna sem mun semja tónlistina við  söngleikinn en hann verður frumsýndur 7.júní á næsta ári.

Aðrir tónlistarmenn sem taka þátt í verkefninu er The Flaming Lips, They Might Be Giants, Cyndi Lauper, meðlimir Aerosmith og John Legend.

Söngleikurinn verður í gangi í einn mánuð í Chicago áður en hann verður fluttur til New York en þar verður hann sýndur á Broadway.

Teiknimyndirnar um Svamp Sveinsson voru fyrst sýndar árið 1999 og slógu þær í gegn. Þær eru framleiddar af sjónvarpsstöðinni Nickelodeon. Þættirnir eru vinsælir meðal barna og fullorðna, þar á meðal Barack Obama, en hann segist vera heitur aðdáandi. Hinsvegar hafa kristnir öfgamenn gagnrýnt þáttinn fyrir að sýna samkynhneigð í jákvæðu ljósi.

Svampur Sveinsson og félagar.
Svampur Sveinsson og félagar. Af Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson