Mel Gibson verður ekki ákærður

Mel Gibson er létt.
Mel Gibson er létt. AFP

Leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson verður ekki ákærður vegna ásakana  um að hafa ýtt við ljósmyndara fyrir utan kvikmyndahús í Sidney í Ástralíu í síðasta mánuði. Var því haldið fram að hann hefði einnig hrækt og öskrað á hana.

Talmaður leikarans segir hann vera ánægður með ákvörðun lögreglu í málinu. Lögfræðingur hans segir hann neita sök. „Hann er ánægður að lögregla, eftir að hafa rætt við vitni og fengið myndir úr öryggismyndavél og önnur sönnunargögn, hafi komist að því að það er engin innistæða fyrir ásökununum.“

Miller sagði í sam­tali við Daily Tel­egraph, en hún starfar hjá blaðinu, að hún hafi tekið mynd af par­inu og Gi­b­son hafi brugðist harka­lega við.

Talsmaður Gi­b­sons, Alan Nierob, sagði ekk­ert hæft í þessu og það rétta sé að Gi­bon og vin­ur hans hafi orðið fyr­ir áreiti af hálfu ljós­mynd­ar­ans og hann hafi beðið Miller ít­rekað um að hætta. „Það var aldrei um lík­am­lega snert­ingu að ræða og sag­an er til­bún­ing­ur frá upp­hafi til enda,“ seg­ir Nierob í viðtali við Guardian.

Frétt mbl.is: Gibson neitar ásökunum ljósmyndara

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson