Frumsýning á stiklu úr Ófærð

Mbl.is frumsýnir í kvöld stiklu úr þáttaröðinni Ófærð, en sýning þáttarins hefst 27. desember á þessu ári. Ófærð er viðamesta og kostnaðarsamasta þáttagerð sem hefur verið ráðist í hér á landi, en þeir verða meðal annars sýndir á öllum Norðurlöndunum, Þýskalandi, Bretlandi og í Bandaríkjunum.

Um helgina verður fyrsti þáttur þáttaraðarinnar sýndur sem lokahnútur RIFF kvikmyndahátíðarinnar, en áður voru var hann sýndur á Toronto international film festival nú í mánuðinum.

Ólaf­ur Darri Ólafs­son og Bjarne Henrik­sen fara með aðal­hlut­verk­in í þátt­un­um sem ger­ast í litlu ís­lensku bæj­ar­fé­lagi að vetri til. Íbú­arn­ir finna lík sem rek­ur upp í fjöru á meðan óveður geis­ar og þeir eru veðurteppt­ir í bæn­um. Þætt­irn­ir eru tíu tals­ins og kostuðu um millj­arð króna í fram­leiðslu. Rík­is­út­varpið lét fram­leiða þá í samstarfi við allar norrænu ríkissjónvarpsstöðvarnar og ZDF í Þýskalandi. BBC mun sýna þættina í Bretlandi og þá hefur The Weinstein company í Bandaríkjunum keypt sýningaréttinn vestan hafs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka