Mars slær í gegn

Matt Damon fer með aðalhlutverkið í The Martian
Matt Damon fer með aðalhlutverkið í The Martian AFP

The Martian var vinsælasta kvikmyndin vestanhafs um helgina en myndin er í leikstjórn Ridley Scott og byggir á samnefndri metsölubók Andy Weir.

Hún fjallar um geimfarann Mark Watney, sem Matt Damon leikur, sem talinn er látinn eftir að ofsafenginn stormur gengur yfir á Mars. Félagar hans skilja hann því eftir og snúa aftur til jarðar. Watney lifði storminn af og er nú einn og yfirgefinn á rauðu plánetunni með takmarkaðar vistir. Hann verður því að treysta á hugvit sitt og viljann til að lifa af. Honum tekst að koma skilaboðum til jarðar þess efnis að hann sé á lífi. Myndin skilaði 55 milljónum Bandaríkjadala í tekjur en önnur vinsælasta myndin þessa helgi er Hotel Transylvania 2 en tekjur hennar námu 33 milljónum Bandaríkjadala. Alls hefur myndin skilað rúmum 90 milljónum Bandaríkjadala í tekjur þær tvær vikur sem hún hefur verið sýnd.

Spennumyndin Sicario með Benicio del Toro í aðalhlutverki er í þriðja sæti listans yfir vinsælustu myndirnar vestanhafs og  The Intern er í því fjórða.

Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, er í sjöunda sæti listans en var í því fjórða í síðustu viku. Tekjur myndarinnar námu 5,5 milljónum Bandaríkjadala í Bandaríkjunum og Kanada um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson