Selena Gomez gekkst undir lyfjameðferð vegna sjálfsónæmis

Selena Gomez hefur opnað sig um baráttuna við rauða úlfa.
Selena Gomez hefur opnað sig um baráttuna við rauða úlfa. mbl.is/AFP

Söngkonan Selena Gomez opnaði sig um baráttu sína við sjálfsónæmissjúkdóminn rauða úlfa (e. Lupus) í viðtali við Billboard á dögunum.

Gomez vill með viðtalinu þagga niður í slúðurberum sem héldu því fram að hún hefði farið í áfengismeðferð þegar hún aflýsti tónleikahaldi í Ástralíu og Asíu síðla árs 2013.

Fjölmiðlar fóru mikinn eftir að söngkonan dró sig í hlé, en margir héldu því fram að hún ætti við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. Sannleikur var þó sá að söngkonan var fársjúk, og þurfti að gangast undir stranga lyfjameðferð.

„Ég greindist með rauða úlfa og þurfti að gangast undir lyfjameðferð. Þess vegna tók ég mér frí. Ég hefði getað fengið slag.“

„Mig langaði svo mikið að segja: „Þið hafið enga hugmynd. Ég er í lyfjameðferð og þið eruð fávitar.“ En ég lokaði mig af þar til mér leið vel og var örugg að nýju.“

Ný hljómplata söngkonunnar Revival sem kemur í verslanir 9. október.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson