Þvottabjörnin sem heldur að hann sé hundur

Pumpkin slakar á í sófanum.
Pumpkin slakar á í sófanum. Af Instagram

Fyrir ári síðan féll þvottabjarnarungi úr tré og endaði hann í bakgarði Rosie Kemp á Bahamas eyjum. Unginn var aðeins mánaðargamall og vonaðist Kemp og dóttir hennar, Laura Young, að móðir þvottabjarnarins myndi koma og sækja afkvæmi sitt. 

Hún kom þó aldrei og dýraverndunarsamtök í nágrenninu gátu ekki tekið á móti unganum. Þar sem það er löglegt á Bahamas eyjum að eiga þvottabjörn sem gæludýr, ákvað fjölskyldan að ættleiða þvottabjörninn og nefndu þau hann Pumpkin. CBS segir frá þessu.

Við fallið úr trénu braut Pumpkin, sem er kvenkyns, á sér annan afturfótinn og var hún í um mánuð að jafna sig. Fjölskyldan dýrkar og dáir Pumpkin og eru þau ekki ein um það.

Tveir hundar fjölskyldunnar, Toffee og Oreo hafa myndað „fallegt“ samband við Pumpkin að sögn Young. „Pumpkin lítur á hundana sem mæður sínar,“ útskýrði hún og bætti við að stundum væri eins og Pumpkin liti á sig sem hund. „Hún virðir þá og hún elskar að kúra með þeim þegar hún er þreytt.“

En Pumpkin hefur ekki aðeins brætt hjörtu á Young heimilinu heldur einnig á Instagram. Þvottabjörninn er með 80.000 fylgjendur á samfélagsmiðlunum og er Pumpkin orðin einn af frægustu þvottabjörnum heims.

Á Instagram má sjá myndir af Pumpkin og Orego leggja sig saman, leika sér í garðinum og slaka á í sófanum.

Af Instagram
Þetta er bara of sætt.
Þetta er bara of sætt. Af Instagram
Pumpkin ásamt Toffee og Orego
Pumpkin ásamt Toffee og Orego Af Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson