Brjáluð út í föður Biebers

Bette Midler er hneyksluð á pabba Biebers.
Bette Midler er hneyksluð á pabba Biebers. mbl.is/AFP

Það hefur líkast til ekki farið fram hjá mörgum að söngvarinn og Íslandsvinurinn Justin Bieber var á dögunum myndaður kviknakinn þar sem hann var að slaka á í fríi ásamt vinkonu sinni.

Myndirnar fóru samstundis í mikla dreifingu á netinu og voru birtar á hinum ýmsu netmiðlum út um víða veröld. Lögfræðiteymi Biebers hótaði síðan málsókn vegna myndbirtinganna, líkt og sjá má hér.

Contactmusic greindi frá því að leikkonan Bette Midler hefði blandað sér í umræðuna, en hún gagnrýndi föður Biebers, Jeremy, fyrir afar óviðeigandi tíst sem hann deildi á dögunum. Færslan hefur nú verið fjarlægð en þar stóð:

„Hvað gefurðu þessu eiginlega að borða? #stoltur pabbi.“

Bette Midler svaraði föður Biebers um hæl og leyndi ekki vanþóknun sinni:

„Pabbi Justins Biebers lýsti því yfir að hann væri stoltur af reðurstærð sonarins. Ég held að stærsti skaufinn í þessu samhengi sé faðirinn sem yfirgaf son sinn.“

Tíst Midler virðist afsanna þá kenningu að einungis smástúlkur láti sig söngvarann varða, en það má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson