Ofurkokkur ofþornaði

Kjaftfori kokkurinn Gordon Ramsay er hugsanlega að velta fyrir sér …
Kjaftfori kokkurinn Gordon Ramsay er hugsanlega að velta fyrir sér hvernig best sé að matreiða þetta lamb. mbl.is/AFP

Orðljóti stjörnukokkurinn Gordon Ramsay neyddist til að hætta keppni í þríþraut eftir að hafa ofþornað. Keppnin, sem kennd er við Járnkarlinn, fór fram á Havaí en keppendur þurfa að synda 3,8 km, hjóla 180 km og að lokum hlaupa heilt maraþon.

Daily Mail greindi frá því að Ramsay hefði þurft að leita sér læknisaðstoðar og hefði því ekki náð að ljúka keppninni. Seinna sendi sjónvarpskokkurinn frá sér orðsendingu á Facebook síðu sinni þar sem fram kom:

„Þetta hafðist ekki í ár. Á meðan hjólahlutanum stóð gat ég engu haldið niðri og kastaði nokkrum sinnum upp sem varð til þess að ég ofþornaði. Ég hélt að ég gæti harkað af mér í gegnum maraþonið en líkaminn bara slökkti á sér.“

Ramsay er ekki ókunnugur Járnkarlinum því hann tók þátt árið 2013 og lauk keppni á 14 tímum. Einnig lauk hann hálfum Járnkarli fyrr á árinu ásamt eiginkonu sinni.

Ofurkokkurinn lætur þetta ekki á sig fá og segist ætla að taka þátt síðar.

„Takk fyrir allan stuðninginn og hamingjuóskir til þeirra sem tóku þátt í ár. Ég mun snúa aftur!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson