Spjallaði við sjálfan sig 38 árum síðar

Hvað myndir þú vilja spyrja sjálfa(n) þig að eftir nokkra áratugi? Eitthvað sérstakt sem þú myndir vilja fá að vita? Peter „Stoney“ Emshwiller hefur átt slíkt „samtal“ við sjálfan sig í skemmtilegu myndskeiði. Hann lét spurningarnar flakka árið 1977 og ákvað loks að svara þeim 38 árum síðar.

Emshwiller var 18 ára gamall þegar hann tók sjálfan sig upp á myndband í hlutverki spyrils. Viðmælandinn er hann sjálfur í óræðri framtíð. Emshwiller, sem er 56 ára í dag, ákvað að svara spurningunum og hefur búið til mynd sem hann kallar, „Later That Same Life“, sem útleggja mætti sem „Seinna í sama lífi“. Myndin er hins vegar ekki fullkláruð og hefur hann hefur sett af stað söfnun til að ljúka verkefninu. 

Árið 1977 spurði Emshwiller sjálfan sig m.a. því hvernig lífið hefði þróast. Hann tók upp allskonar útgáfur af viðbrögðum og svörum sem gætu passað við svör framtíðarmannsins.

Emshwiller þótti tímabært að ljúka þessu samtali og hefur hann birt stutt brot úr viðtalinu sem sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson