Gítar Lennons sleginn á 300 milljónir

John Lennon með gítarinn sem hvarf en dúkkaði svo upp …
John Lennon með gítarinn sem hvarf en dúkkaði svo upp í Kaliforníu hálfri öld síðar.

Kassagítar sem var í eigu Bítilsins Johns Lennons var seldur á uppboði í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir 2,4 milljónir dala, sem samsvarar um 311 milljónum króna.

Talið er að Lennon hafi notað gítarinn, sem er af gerðinni Gibson J-160E, er hann samdi og tók upp marga smelli Bítlanna, m.a. Love Me Do og I Want to Hold Your Hand.

Fram kemur á vef BBC að aðeins tveir gítarar af þessari gerð hafi verið fluttir til Bretlands frá Bandaríkjunum árið 1962. Bítillinn George Harrison fékk hinn. Þá segir að Lennon hafi notað gítarinn í um eitt ár. Harrison fékk hann en svo hvarf hljóðfærið. 

Í rúma hálfa öld vissi enginn hvar kassagítarinn væri niðurkominn, eða þar til maður í Kaliforníu áttaði sig á því að í hans eigu væri hljóðfæri sem hefði líklega eitthvert sögulegt gildi. Hann áttaði sig á því þegar hann sá ljósmynd af Harrison í gömlu tímariti þar sem hann heldur á hljóðfærinu. Maðurinn, John McCaw, hafði keypt gítarinn á 275 dali (um 35.000 kr.) á seinni hluta sjöunda áratugarins.

Bítlasérfræðingur var síðan fenginn til að líta á gripinn og í ljós kom að hann hefði verið í eigu Lennons.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir