Var aldrei ánægður í One Direction

Zayn Malik hætti í One Direction í mars.
Zayn Malik hætti í One Direction í mars. AFP

Breski söngvarinn Zayn Malik segir í nýju viðtali að það hafi tekið hann fimm ár að safna kjarki til þess að hætta í poppsveitinni One Direction. Hinn 22 ára gamli Malik hætti í One Direction í mars því hann sagðist „vilja vera eðlilegur 22 ára maður“.

Í viðtali við dagblaðið The Sun sagðist Malik hafa „viljað fara heim allan tímann.“

One Direction, sem nú samanstendur af Harry Styles, Liam Payne, Louis Tomlinson og Niall Horan, hafnaði í þriðja sæti í breska X Factor árið 20100 og urðu drengirnir heimsfrægir í kjölfarið.

Það var mikið áfall fyrir aðdáendur One Direction þegar Malik hætti í sveitinni á miðju tónleikaferðalagi.  Í viðtalinu við The Sun viðurkenndi hann að tónlist One Direction hafi aldrei höfðað til hans og hann hefur aðeins talað við Liam Payne síðan hann hætti í sveitinni.

Þegar Malik hætti í sveitinni var hann trúlofaður söngkonunni Perrie Edwards úr sveitinni Little Mix. Hann sleit þó þeirri trúlofun í sumar, að sögn fjölmiðla með SMS skilaboðum. Malik neitar því í viðtalinu við The Sun. „Ég elska hana mjög mikið og mun alltaf gera það og ég myndi aldrei ljúka sambandi okkar eftir fjögur ár þannig,“ sagði Malik aðspurður út í sambandsslitin.

„Hún veit það, ég veit það, og almenningur ætti líka að vita það. Ég vil ekki útskýra af hverju eða hvað ég gerð, ég vil bara að fólk viti að ég gerði það ekki þannig.“

Malik hefur nú skrifað undir útgáfusamning við RCA Records. One Direction hefur hinsvegar tilkynnt að sveitin sé komin í hlé þangað til í mars á næsta ári.

Frétt Sky News. 

Liam Payne, Niall Horan, Louis Tomlinson, Zayn Malik og Harry …
Liam Payne, Niall Horan, Louis Tomlinson, Zayn Malik og Harry Styles skipuðu sveitina One Direction en nú er Zayn Malik hættur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir