Vonbrigði ársins

Bill Murray sló hreint ekki í gegn í hlutverki sínu …
Bill Murray sló hreint ekki í gegn í hlutverki sínu í kvikmyndinni Rock the Kasbah. mbl.is/AFP

Það er ekki tekið út með sældinni að vera stórstjarna í Hollywood, í það minnst ekki ef fokdýra kvikmyndin sem þú lékst í floppar algerlega í kvikmyndahúsum.

Nú hefur Forbes birt lista yfir þær kvikmyndir sem verst hefur gengið í kvikmyndahúsum á árinu. Ekki er hægt að kenna skorti á þekktum andlitum um óvinsældirnar, því flestar eru þær stjörnum prýddar.

Myndirnar sem um ræðir skarta, meðal annarra, stórleikurunum Bradley Cooper, Johny Depp, George Clooney og Bill Murray í aðalhlutverkum.

Toppinn, eða botninn - eftir hvernig á það er litið, vermir kvikmyndin Rock The Kasbah. Hún skartar stórleikaranum Bill Murray í aðalhlutverki, en á móti honum leikur Zooey Deschanel. Myndin kostaði 15 milljónir Bandaríkjadollara í framleiðslu, en hún halaði aðeins inn 2,9 milljónir dollara í kvikmyndahúsum. Þess að auki fékk hún sögulega lélega umsögn á Rotten Tomatoes, þar sem aðeins 8% notenda gefa henni lofsamlega dóma.

Í öðru sæti er gæluverkefni Sean Penns, The Gunman, sem leikarinn bæði skrifaði handrit að og framleiddi, þar að auki fer hann með aðalhlutverkið. The Gunman kostaði 40 milljónir dollara í framleiðslu. Henni gekk þó afar illa í kvikmyndahúsum, en miðar að andvirði 10,7 milljónir dollara voru seldir.

Listi Forbes er eftirfarandi:

1) Rock The Kasbah

2) The Gunman

3) Blackhat

4) Unfinished Business

5) Jem and the Holograms

6) Self/Less

7) American Ultra

8) We Are Your Friends

9) Aloha

10) Mortdecai

Kvikmynd Johnny Depps, Mortdecai, vakti ekki mikla lukku meðal áhorfenda.
Kvikmynd Johnny Depps, Mortdecai, vakti ekki mikla lukku meðal áhorfenda. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson