Tjáði sig um móðurmissinn

Harry Bretaprins er duglegur við að láta gott af sér …
Harry Bretaprins er duglegur við að láta gott af sér leiða. mbl.is/AFP

Harry Bretaprins vígði í gær munaðarleysingjahæli í Lesotho, Afríku, fyrir börn sem smituð eru af HIV og AIDS. Góðgerðarfélag Harrys, Sentebale, byggði hælið en prinsinn heimsótti landið fyrst fyrir 11 árum.

Lesotho er eitt minnsta land í heiminum, en tíðni HIV er engu að síður ein sú hæsta á heimsvísu.

Í opnunarræðu sinni talaði prinsinn um móðurmissinn, sem hann segir hafa skilið eftir gapandi sár í hjarta sínu.

„Fyrir 11 árum heimsótti ég Lesotho í fyrsta sinn. Á ferðalagi mínu var ég sleginn yfir því hversu líf margra barna hafði verið lagt í rúst vegna þess að þau höfðu misst foreldra sína.“

„Ég trúði því vart að svo mörg börn hefðu verið svipt æskunni vegna gríðarlegrar fátæktar og þeirrar eyðileggingar sem fylgir HIV- og AIDS-faraldrinum. Þrátt fyrir að þau hafi brosað breitt var ljóst að þau þurftu á umönnun, athygli og umfram allt ást að halda.“

„Þrátt fyrir að aðstæður okkar væru ólíkar fann ég fyrir tengingu á milli mín og margra barnanna sem ég hitti.“

„Við deildum sama missinum, enda höfðum við öll misst ástvin. Í mínu tilviki var það foreldri. Ég, líkt og þau, vissi að það myndi alltaf vera hola í hjarta okkar sem ómögulegt er að fylla.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson