Freknur og fjör í Norræna húsinu

Afmælisbarnið.
Afmælisbarnið. Mynd/Eggert Jóhannesson

Ein af vinsælustu persónum barnabókmenntanna, Lína langsokkur, hélt upp á sjötugs afmælið sitt í vikunni. „Pippi Långstrump“ eins og hún er þekkt á frummálinu, hefur frá útgáfu fyrstu bókarinnar, unnið hug og hjörtu barna og fullorðinna um allan heim. 

Fjölmargir mættu í Línu-búning í afmælið.
Fjölmargir mættu í Línu-búning í afmælið. Mynd/Eggert Jóhannesson

Í dag var afmælinu fagnað í Norræna húsinu þar sem gestum og gangandi var boðið upp á pönnukökur, að fá nokkrar auka freknur og kynnast Línu betur. Norræna húsið var troðfullt og ljóst að Lína á ófáa aðdáendur hér á landi.

Lína sjálf mætti auðvitað til leiks og spjallaði við krakkana og eins og má sjá á meðfylgjandi myndum var mikil ánægja meðal gesta með að hitta sterkustu stelpu í heimi. Meðal annars voru margir klæddir í Línu-búninga.

Lína kíkti í heimsókn, enda var um að ræða hennar …
Lína kíkti í heimsókn, enda var um að ræða hennar afmæli. Mynd/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson