Ekkja Robin Williams opnar sig

Robin og Susan Williams.
Robin og Susan Williams. Skjáskot The Times

Susan Williams, ekkja leikarans Robin Williams, segir að hún hafi fundið eiginmann sinn fjarlægjast dagana og vikurnar áður en hann fyrirfór sér í ágúst 2014.

Hjónin hittust árið 2007 og felldu strax hugi saman. Þau höfðu bæði glímt við þunglyndi og áfengisfíkn í fortíðinni og áttu því ýmislegt sameiginlegt.

Leikarinn hafði nýlega verið greindur með Parkinson-sjúkdóminn þegar hann lést, en honum hafði verið tjáð að hann ætti hugsanlega 10 góð ár eftir. Líðan hans tók þó fljótlega að versna, en hann þjáðist af miklum kvíða, svefnleysi og ýmsum líkamlegum kvillum.

Næturnar voru Wiliams erfiðar „ef við vorum heppin fengum við tveggja tíma svefn, en þá fór hann að bylta sér og við vöknuðum. Hann var alltaf vakandi og til í spjall“, sagði Susan í viðtali við The Times.

„Venjulega var hann fastur í einhverjum ótta eða vænisýki sem hann gat ekki hrist af sér og við þurftum að ræða okkur í gegnum tilfinningarnar. Með tímanum fór kvíðinn og svefnleysið síðan að taka sinn toll.“

„Hann varð sjálfum sér svo reiður vegna óttans og ofsóknaræðisins sem hann þjáðist af. Stundum fór hann inn í herbergi og bara fraus, en hann þoldi ekki að geta ekki hvorki talað né hreyft sig í lengri tíma. Þegar hann var síðan skýr í höfðinu sagði hann mér að hann gæti ekki brotist út úr því fangelsi sem hugur hans var orðinn.“

Eftir lát Williams komst eiginkona hans að því að hann þjáðist einnig af Lewy body-sjúkdómnum sem orsakar heilabilun.

„Hann var að missa vitið. Hann vissi það, en vissi ekki hvers vegna og það var ekkert sem hann gat gert í því.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson