Hin tónskáldin með 70 tilnefningar

Jóhann Jóhannsson með Golden Globe verðlaunin sem hann hlaut á …
Jóhann Jóhannsson með Golden Globe verðlaunin sem hann hlaut á dögunum. AFP

Jóhann Jóhannsson mun ekki keppa við neina aukvisa á Óskarsverðlaununum 28. febrúar næstkomandi. Hin tónskáldin sem keppa í flokknum besta tónlistin hafa samanlagt hlotið 70 Óskarstilnefningar á ferli sínum. 

Jóhann var fyrr í dag tilnefndur til verðlaunanna í annað sinn, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Sicario.

Frétt mbl.is: Jóhann tilnefndur til Óskarsverðlauna

50. tilnefning Williams

John Williams þegar hann var heiðraður af Barack Obama, Bandaríkjaforseta, …
John Williams þegar hann var heiðraður af Barack Obama, Bandaríkjaforseta, árið 2010. AFP

Goðsögnin John Williams hlaut sína fimmtugustu Óskarstilnefningu fyrir tónlist sína í Star Wars: The Force Awakens. Fimm sinnum hefur hann hlotið verðlaunin eftirsóttu, m.a. fyrir myndirnar E.T., The Schindler´s List og Star Wars frá árinu 1977. Aðeins einn einstaklingur hefur hlotið fleiri Óskarstilnefningar en Williams, eða Walt Disney. 

13 tilnefningar en aldrei unnið

Thomas Newman hefur hlotið 13 Óskarstilnefningar en aldrei unnið.
Thomas Newman hefur hlotið 13 Óskarstilnefningar en aldrei unnið. Mynd/Wikipedia

Thomas Newman er tilnefndur fyrir tónlist sína í Bridge of Spies. Hann hefur þrettán sinnum verið tilnefndur til Óskarsins en aldrei hreppt verðlaunin. Á meðal annarra mynda sem hann hefur unnið við eru The Shawshank Redemption, American Beauty og Skyfall.

Heiðraður á Óskarnum 2007

Ítalska tónskáldið Ennio Morricone á frumsýningu The Hateful Eight í …
Ítalska tónskáldið Ennio Morricone á frumsýningu The Hateful Eight í London. AFP

Ítalinn Ennio Morricone er tilnefndur fyrir tónlist sína í Tarantino-myndinni The Hateful Eight. Hann hefur samtals hlotið sex Óskarstilnefningar fyrir tónlist sína í myndum á borð við The Untouchables og Bugsy en aldrei unnið. Hann hlaut aftur á móti Óskarsverðlaunin árið 2007 fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar, enda sannkölluð goðsögn í bransanum. Hann er einna þekktastur fyrir tónlist sína í spaghettívestrum Sergio Leone með Clint Eastwood í aðalhlutverki. 

Carter Burwell er fjórða tónskáldið sem Jóhann Jóhannsson mun etja kappi við í febrúar. Hann er að fá sína fyrstu Óskarstilefningu fyrir tónlistina í Carol.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson