„Ég er ekki skúrkur“

Don McLean segist ekki vera neitt varmenni.
Don McLean segist ekki vera neitt varmenni. AFP

Söngvarinn Don McLean var á dögunum handtekinn fyrir heimilisofbeldi. McLean er helst þekktur fyrir lagið American Pie sem oft hefur verið nefnt eitt besta lag sem samið var á síðustu öld.

Í gær sendi söngvarinn frá sér yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem hann sagði að síðasta ár hefði verið honum og fjölskyldu hans erfitt, en hann stæði í skilnaði við eiginkonu sína til 30 ára.

„Það eru engir sigurvegarar og engir minnipokamenn, en ég er þó enginn skúrkur. Ég bið Guð að  gefa okkur styrk svo við megum finna hamingju á ný og vona að fólk átti sig á því að þetta mun allt leysast. Það er von mín að ég verði ekki dæmdur í þessu óða fjölmiðlaumhverfi.“

Yfirlýsing eiginkonu söngvarans, Patrisha McLean var gerð opinber í kjölfar handtökunnar, en þar kom meðal annars fram að eiginmaður hennar hefði alla tíð verið ofsafenginn í skapinu, þá sér í lagi fyrstu tíu ár sambandsins. Þá segir hún jafnframt að hún hafi óttast um líf sitt og hafi því farið fram á nálgunarbann á hendur McLean líkt og fram kemur í frétt The Guardian.

Eftir að málið komst í hámæli í fjölmiðlum hafði Patrisha þó samband við dagblaði Portland Press Herald, þar sem hún lýsti því yfir að eiginmaður hennar væri ekki ófreskja.

„Ég var blinduð vegna þess að skýrslan var gerð opinber. Don er ekkert skrímsli.“

McLean mun þurfa að mæta fyrir dómara 22. febrúar, en honum var sleppt úr haldi gegn tryggingu.

Frétt mbl.is: Don McLean handtekinn fyrir heimilisofbeldi

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson