Skrítnasta lagið í Söngvakeppninni

Næst­kom­andi laug­ar­dags­kvöld fer fyrri und­an­keppni Söngv­akeppni Sjón­varps­ins fram í Há­skóla­bíói. Áhorf­end­ur hafa úr sex lög­um að velja í hvorri und­an­keppn­inni og næstu tvær vik­ur mun mbl.is gefa les­end­um sín­um ör­lítið nán­ari inn­sýn í fólkið að baki hverju og einu lagi enda er mik­il­vægt að vanda valið þegar þjóðaríþrótt­in Eurovisi­on er ann­ars veg­ar.

Mbl.is leit við hjá Siggu Eyrúnu þegar sem hún hafði nýlokið við að kenna tíma í leiklist í Lindaskóla. Hún nýtti tækifærið og fékk nokkra nemendur til að taka með sér örfá spor við lagið hennar „Kreisí“ og þeir voru fljótir að finna taktinn. 

„Þetta er skrítnasta lagið örugglega,“ segir Sigga Eyrún um sérstöðu „Kreisí“ í Söngvakeppninni en lagið er samið af eiginmanni hennar, Karli Olgeirssyni. Lagið segir hún fjalla um einhvern sem er fastur inn í tölvuleikjaheimi og kann ekki lengur að eiga samskipti við fólk í raunheimum.

Þrjú lög kom­ast áfram úr hvorri und­an­keppni auk þess sem dóm­nefnd hef­ur mögu­leika á að hleypa sjö­unda lag­inu áfram, telji hún það eiga sér­stakt er­indi í úr­slit. Fylg­ist áfram með á mbl.is þar sem öll­um kepp­end­um verða gerð skil á næstu dög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir