Drottningin stal senunni

Beyoncé stal senunni.
Beyoncé stal senunni. AFP

Það er óhætt að segja að Super Bowl, eða Ofurskálin, hafi verið stjörnum prýdd í ár. Fyrir utan fótboltamennina, sem þetta á víst allt að snúast um, voru það hljómsveitin Coldplay ásamt Beyoncé og Bruno Mars sem skemmtu gestum. Áður en leikurinn hófst flutti söngkonan Lady Gaga bandaríska þjóðsönginn.

Lady Gaga syngur þjóðsönginn.
Lady Gaga syngur þjóðsönginn. AFP

Að mati margra voru það þó aukahlutverkin, Beyoncé og Mars, sem náðu að stela senunni af Coldplay, sérstaklega Beyoncé. Coldplay átti að vera í aðalhlutverki í hálfleikssýningu leiksins milli Carolina Panthers og Denver Broncos en í gær var jafnframt fagnað 50 ára afmæli Super Bowl. Bæði Beyoncé og Bruno Mars hafa áður komið fram í hálfleik á Super Bowl, hún 2013 og hann 2014, og að mati erlendra blaðamanna juku þau orkuna á sviðinu.

Meðlimir Coldplay fengu að eiga fyrstu fimm mínútur sýningarinnar einir á sviðinu. Fluttu þeir lög eins og Viva La Vida og Paradise ásamt nýjasta lagi sínu, Adventure of a Lifetime. Þá tók Bruno Mars við ásamt dönsurum og tók smellinn Uptown Funk við mikinn fögnuð en allt ætlaði að verða vitlaust þegar Beyoncé mætti á svæðið.

AFP
Chris Martin var í stuði.
Chris Martin var í stuði. AFP

Flutti hún nýjasta lagið sitt, Formation, sem hún gaf út um helgina. Lagið hefur verið stimplað sem pólitískur lofsöngur þar sem Beyoncé fagnar svartri menningu. Að mati margra álitsgjafa bandarískra fjölmiðla getur enginn annar en Beyoncé notað Super Bowl-hálfleikinn til þess að frumflytja nýtt lag og gerði hún það vel. Þar að auki tilkynnti hún einnig heljarinnar tónleikaferðalag í gærkvöldi. 

AFP
AFP
AFP

Eftir flutning Beyoncé settist Martin við píanóið og sýndir voru bútar úr fyrri hálfleikssýningum. Mátti þar m.a. sjá U2, Michael Jackson og Whitney Houston. Martin söng undir m.a. ballöðuna Fix You.  

Beyoncé og Chris Martin.
Beyoncé og Chris Martin. AFP
Beyoncé, Martin og Mars tóku lagið saman í lokin.
Beyoncé, Martin og Mars tóku lagið saman í lokin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson