Kanilsnúður í felum

Nýjasti eftirréttur sem New York búar sækjast nú í er …
Nýjasti eftirréttur sem New York búar sækjast nú í er blanda af kleinuhringi og kanilsnúði. Af Instagram Thiago Silva

Á meðan sumir láta sér nægja einn lítinn súkkulaðimola í eftirrétt eru aðrir sem fara alla leið og blanda jafnvel saman þekktum eftirréttum. New York-búar hafa verið þar fremst í flokki en hver man til dæmis ekki eftir kreinuhringnum (e. cronut) sem gerði allt vitlaust fyrir þremur árum?

Nú er komið að næsta æði og að því stendur kökugerðarmeistarinn Thiago Silva. Kleinuhringirnir hans líta ósköp sakleysislega út en eftir fyrsta bita kemur í ljós að svo er ekki þar sem kleinuhringurinn er fylltur með kanilsnúð.

Kanilsnúðakleinuhringinn er hægt að nálgast á veitingastaðnum Catch í New York og er hann borinn fram með graskersís, rommbúðingi og trönuberja- og granateplasósu. Herlegheitin kosta 13 dollara, eða um 1.600 íslenskar krónur.  

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/7llIQBTduM/" target="_blank">Looks like a regular donut, but inside it's a cinnamon roll, w/ a cream cheese glaze #FoodPorn #foodbeast #cinnamonrolldonut #donut #comingsoon #notonmenu #testing</a>

A video posted by Thiago Silva (@chef_thiago) on Sep 13, 2015 at 3:15pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson