Kynþokkafyllsti pabbi í heimi

Ryan Reynolds þykir sérlega kynþokkafullur.
Ryan Reynolds þykir sérlega kynþokkafullur. AFP

Tímaritið People hefur krýnt leikarann Ryan Reynolds sem kynþokkafyllsta föður í heimi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tímaritið lýsir yfir aðdáun sinni á leikaranum, enda var hann kosinn kynþokkafyllsti karlmaður heims árið 2010.

Reynolds gefur þó lítið út á kynþokkann í meðfylgjandi viðtali en talar þó fjálglega um eiginkonu sína, leikkonuna Blake Lively, og dóttur þeirra James.

„Við fórum á tvöfalt stefnumót. Hún var á stefnumóti með öðrum strák og ég á stefnumóti með annarri stelpu. Þetta var líklega vandræðalegasta stefnumót í heimi fyrir hina aðilana“ viðurkenndi Reynolds sem segist hafa fallið kylliflatur fyrir Lively á þeirri stundu.

Skötuhjúin gengu síðan í hjónaband árið 2012 og eiga saman litla dóttur.

„Ég viðurkenndi það aldrei upphátt, hvorki fyrir sjálfum mér né eiginkonu minni, en mig langaði í litla stelpu. Það er best“ játar leikarinn sem segir að sú stutta eigi ekki í neinum erfiðleikum með að vefja honum um fingur sér.

Blake Lively og Ryan Reynolds eru myndarleg hjón.
Blake Lively og Ryan Reynolds eru myndarleg hjón. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson