Deadpool lang tekjuhæsta myndin

Ryan Reynolds fer með aðalhlutverk myndarinnar Deadpool sem varð langtekjuhæsta …
Ryan Reynolds fer með aðalhlutverk myndarinnar Deadpool sem varð langtekjuhæsta mynd helgarinnar vestanhafs. AFP

Ofurhetjumyndin, eða öllu heldur and-hetjumyndin, Deadpool drottnaði yfir öðrum kvikmyndum á opnunarhelgi myndarinnar vestanhafs. Halaði hún inn 135 milljónum dala, og varð hún langt á undan næstu mynd á eftir.

Stórleikarinn Ryan Reynolds fer með aðalhlutverk myndarinnar sem fyrrverandi sérsveitarmaður og málaliði sem greinist með ólæknandi krabbamein. Krabbameinsmeðferðin breytir honum hins vegar í ódrepandi and-hetju sem kallar sig Deadpool.

Að sögn Paul Dergarabedian, greinanda hjá comScore, voru móttökur myndarinnar þær bestu allra tíma í febrúarmánuði, en hann spáir því að miðasölutekjur myndarinnar fari yfir 150 milljónir dala verði morgundagurinn talinn með, en þá er frídagur í Bandaríkjunum, forsetadagurinn.

Á eftir Deadpool kom Kung Fu Panda 3, þriðja teiknimyndin í myndaröðinni með stjörnur á borð við Jack Black, Dustin Hoffman og Angelinu Jolie sem talsettu myndina. Halaði hún inn 19,7 milljónum dala, en hún hefur alls halað inn 93 milljónum dala frá því að hún var frumsýnd.

Grínmyndin How to be single með Dakota Johnson, Rebel Wilson og Leslie Mann í aðalhlutverkum varð þriðja tekjuhæsta mynd á sjálfri Valentínusardagshelginni með 18,8 milljónir dala í tekjur.

Fjórða tekjuhæsta myndin var Zoolander 2 með 15,7 milljónir dala og í fimmta The Revenant með miðasölutekjur að fjárhæð 6,9 milljónir dala.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson