Jóhann vann ekki

Jóhann Jóhannsson.
Jóhann Jóhannsson. AFP

Tón­skáldið Jó­hann Jó­hanns­son hlaut ekki Bafta verðlaunin fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni Sicario. Hann þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Ennio Morricone sem samdi tónlistina fyrir kvikmyndina The Hateful Eight.

Frétt mbl.is: Jóhann tilnefndur til Bafta

Þetta er annað árið í röð sem Jóhann var til­nefnd­ur til verðlaun­anna en í fyrra var hann einnig til­nefnd­ur til Gold­en Globe verðlaun­anna fyr­ir tón­listina í kvik­mynd­inni The Theory Of Everything. Hlaut hann Gold­en Globe verðlaun­in í janú­ar í fyrra, fyrst­ur Íslend­inga. 

Kvikmyndin The Revenant hlaut flest verðlaun í kvöld eða fimm talsins. Hún var valin besta myndin auk þess sem Alejandro González Iñárritu hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórnina og Leonardo Dicaprio var valinn besti leikari í aðalhlutverki. 

Kvikmyndin Mad: Max Fury Road hlaut næst flest verðlaun, eða fjögur talsins, og þá flest í flokki tæknimála. 

Alls voru fjórtán kvikmyndir verðlaunaðar. Kvikmyndin Carol, sem var tilnefnd til níu verðlauna, fékk engin og Bridge of Spies, sem einnig var með níu tilnefningar, hlaut aðeins ein verðlaun fyrir besta leikara í aukahlutverki.

Frétt Variety.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson