Justin Bieber að kikna undan álagi

Ungstirnið Justin Bieber er undir miklu álagi.
Ungstirnið Justin Bieber er undir miklu álagi. AFP

Ungstirnið Justin Bieber greindi frá því á instagramsíðu sinni að hann hygðist taka sér frí frá aðdáendum, enda væri hann orðinn örþreyttur á stöðugum fundum við þá.

Þegar miðasala á tónleika Biebers hófst gafst aðdáendum kostur á að kaupa svolitla stund í viðurvist söngvarans, en nú hefur þeim verið boðið að fá endurgreitt enda mun ekki verða af fundunum.

„Ég ætla að blása af fundina við aðdáendur mína. Ég nýt þess að hitta svo margt frábært fólk, en ég verð svo úrvinda og uppfullur af andlegri orku annarra að ég stend uppi örþreyttur og óhamingjusamur. Ég vil gleðja fólk og fá það til að brosa, en ekki á eigin kostnað.“

Söngvarinn ungi sagði að þetta stöðuga álag væri farið að taka verulega á sig andlega og hann vildi frekar nýta krafta sína uppi á sviði.

Fréttamiðillinn TMZ heldur því þó fram að breytingin sé tilkomin vegna öryggisástæðna, en aðdáandi sem talinn er geta verið hættulegur sást í návígi við söngvarann á tónleikum á mánudaginn. „Það hefur verið rifið í hárið á honum og föt hans hafa verið rifin. Justin hefur aldrei kvartað, en atvikið á mánudag var kornið sem fyllti mælinn,“ greindi heimildamaður miðilsins frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson