Sungu afmælissönginn fyrir Kourtney

Kourtney blæs á afmæliskertið.
Kourtney blæs á afmæliskertið. Skjáskot/Snapchat

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að stjörnuparið Kimye, þekkt sitt í hvoru lagi sem Kim Kardashian og Kanye West, er á landinu. Með þeim í för er systir Kim, Kourtney Kardashian, sem nýtur ekki síðri vinsælda vestra. Hún á að baki fjölda raunveruleikaþátta á við Kourtney and Khloé Take Miami, Khloé & Lamar og Kourtney and Kim Take New York en allir eru þeir sprottnir af Keeping Up With the Kardashians þar sem Kardashian-fjölskyldan í heild er viðfangið.

Kanye er sagður vera hér á landi til að taka upp tónlistarmyndband. Kourtney virðist hinsvegar hafa fengið, eða gefið sér, Íslandsferðina í afmælisgjöf því í dag á hún 37 ára afmæli.

Því var rækilega fagnað í gærkvöldi og var afmælissöngurinn sunginn fyrir hana á Grillmarkaðnum á miðnætti. 

Einn af tveimur eftirréttum sem Kourtney fékk á Grillmarkaðnum.
Einn af tveimur eftirréttum sem Kourtney fékk á Grillmarkaðnum. Skjáskot/ Snapchat

Þá vippaði hún sér einnig á bak við barinn á 101 hótel, bjó til drykki og skellti í sig tveimur skotum ef marka má Snapchat-aðgang hennar. 

Kourtney tekur skot á 101 bar.
Kourtney tekur skot á 101 bar. Skjáskot/Snapchat

Síðasta deginum á 36 ára aldrinum eyddi Kourtney á ferð og flugi um Suðurland eins og sjá má á myndunum hér að neðan af Instagram-reikningum hennar og Kim.

Hluti hópsins á Geysi.
Hluti hópsins á Geysi. Skjáskot/ Instagram
Á Gullfossi.
Á Gullfossi. Skjáskot/Instagram
Kim birti þessa mynd af Gullfossi.
Kim birti þessa mynd af Gullfossi. Skjáskot/ Instagram
Skjáskot/ Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson