Framhjáhald eða hjónabandssæla?

Lemonade er nýjasta breiðskífa Beyoncé, en henni fylgir einnig stuttmynd.
Lemonade er nýjasta breiðskífa Beyoncé, en henni fylgir einnig stuttmynd. Ljósmynd/Facebook

Beyoncé sendi frá sér sína sjöttu breiðskífu í gærkvöldi. Plötunni fylgir klukkutíma löng stuttmynd með sama nafni sem var frumsýnd á sjónvarpsstöðinni HBO á besta tíma í gærkvöldi, á eftir frumsýningu á Jurassic World og á undan stórum hnefaleikabardaga.

The Hollywood Reporter greinir frá því að Lemonade verði sýnd aftur í kvöld, á kjörtíma, nú á undan frumsýningu fyrsta þáttar í nýjustu seríu Game of Thrones.

Lemonade er einungis fáanleg á tónlistarveitunni Tidal, sem er í eigu eiginmanns hennar, Jay-Z, auk annarra þekktra tónlistarmanna.

Titil plötunnar, Lemonade, má tengja við ömmu Beyoncé, Agnéz Deréon og Hattie White, ömmu Jay-Z. Í lok lagsins Freedom heyrist Hattie White ávarpa gesti í níræðisafmælinu hennar í apríl í fyrra. Í ræðunni segist Hattie ávallt hafa fundið styrk til að toga sig á fætur: „Ég fékk sítrónur og gerði úr þeim límonaði.“

Textasmíðin vekur athygli 

Í stuttu myndskeiði sem Beyoncé birti á Instagram síðu sinni um síðustu helgi mátti sjá brot af Lemonade þar sem hún segir meðal annars: „Fortíðin og framtíðin mætast  til að hitta okkur hér.“

A video posted by Beyoncé (@beyonce) on Apr 17, 2016 at 5:59pm PDT

Textar laganna 12 hafa einmitt mikið verið á milli tannanna hjá aðdáendum söngkonunnar sem flestir telja að finna megi skýrar vísanir í framhjáhald eiginmanns hennar, Jay-Z.

Segja má að hjónabandið er rauði þráðurinn í gegnum textasmíðina á Lemonade. Í einu laginu segir segir meðal annars: „In the tradition of men in my blood, you come home at 3am and lie to me. What are you hiding?"

Eða: „Líkt og aðrir karlmenn í minni fjölskyldu kemur þú heim klukkan þrjú að nóttu og lýgur að mér. Hvað ertu að fela?“

Samband Beyoncé við föður hennar hefur verið stormasamt í gegnum tíðina og segja sumir skýrendur að túlka megi vísanir til hans í textum Lemonade sem svo að Beyoncé þyki Jay-Z farinn að feta um of í hans fótspor. 

Í laginu Formation fer framhjáhaldið ekki milli mála, þó svo að það komi ekki fram við hvern Beyoncé á nákvæmlega. Í myndbandinu sést hún synda í herbergi fullu af vatni þar sem hún spyr einfaldlega: „Ertu að halda framhjá mér?“

Tidal, tónlistarveita Jay-Z, gefur út plötuna, en á henni má …
Tidal, tónlistarveita Jay-Z, gefur út plötuna, en á henni má finna fjölda tilvísana í framhjáhald, sem flestir túlka sem svo að Jay-Z hafi haldið framhjá Beyoncé. AFP

Fjölskylduslagsmál í lyftu

Fjölskyldan er Beyoncé einnig ofarlega í huga í textunum og hafa tengsl systur hennar, Solange Knowles, og Jay-Z sprottið aftur upp í umræðuna. Árið 2014 komust þau í fréttirnar fyrir harkalegt rifrildi sem átti sér stað í lyftu sem endaði með þeim afleiðingum að Solange réðst á Jay-Z. Þá gekk sá orðrómur að Jay-Z hefði haldið framhjá Beyoncé.

Nokkrum dögum eftir atvikið sendi fjölskyldan frá sér yfirlýsingu þar sem sagði meðal annars að allar fjölskyldur glími við vandamál og að þeirra væri ekkert öðruvísi. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að Solange og Jay-Z hefðu beðið hvort annað afsökunar og fjölskyldan horfi nú fram á veginn. Efasemdir aðdáenda hurfu hins vegar ekki við yfirlýsinguna.

Uppgjör við Jay-Z?

Ýmislegt má lesa út úr fyrstu viðbrögðum og gagnrýni við Lemonade í helstu miðlum vestanhafs og samkvæmt Reuters sést það skýrt og greinilega í síðustu lögum plötunnar að Beyoncé hefur ákveðið að sættast við Jay-Z og ætlar að halda áfram að rækta hjónabandið.  

Auk sambands Beyoncé við eiginmann sinn og aðra fjölskyldumeðlimi má einnig finna viðtal við tvær mæður svarta manna, Michael Brown og Trayvon Martin, sem voru skotnir til bana af lögreglunni. Þá er einnig að finna vísanir í Black Lives Matter hreyfinguna, sem komst aftur í hámæli eftir að Beyoncé kom frá Superbowl í febrúar.

Beyoncé kom fram á Superbowl í febrúar síðastliðnum.
Beyoncé kom fram á Superbowl í febrúar síðastliðnum. AFP

Auk þess má finna tilvitnun í mannréttindasinnan Malcolm X þar sem hann dásamar svartar konur. Í laginu „Forward“ birtast svo myndir af svörtum fórnarlömbum lögregluofbeldis. Þessar vísanir hafa sannfært skýrendur um að Lemonade sé virðingarvottur um seiglu kvenna af afrískum uppruna.

Hvort Lemonade verði eingöngu fáanleg á Tidal verður að koma í ljós, en poppumræða næstu daga mun eflaust einkennast af Lemonade og öllum þeim vísunum sem finna má í stuttmyndinni og textum laganna. Eitt er þó víst, tónleikaferð Beyoncé um heiminn hefst í lok mánaðarins og þá munu aðdáendur hennar fá Lemonade beint í æð.

Sjá umfjallanir um Beyoncé og Lemonade í heild sinni: 

Sky

The Guardian 

The Hollywood Reporter

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson