Sigourney Weaver á Íslandi

Sigourney Weaver.
Sigourney Weaver. AFP

Bandaríska leikkonan Sigourney Weaver er stödd á Íslandi og þegar Ragnar Hansson frétti af því ákvað hann að auglýsa eftir henni á Facebook. Hann rakst svo á hana fyrir tilviljun skömmu síðar á Laugaveginum í Reykjavík. Ragnar segir frá því á samfélagsmiðlinum að hann hafi næstu guggnað á því að heilsa upp á hana en síðan barið í sig kjark.

Ragnar er mikill aðdáandi Weaver sem sem sýnir sig kannski best í því að hann og kona hans, Melkorka Huldudóttir, skírðu dóttur sína Ripley eftir karakternum Ellen Ripley sem Weaver lék í Alien kvikmyndunum á sínum tíma. Ragnar sagði leikkonunni frá dóttur sinni og nafninu og spurði hvort hún væri mögulega til í að hitta hana.

Weaver tók vel í það og síðar í dag hittust þær Ripley og Weaver. Fór vel á með þeim og gaf Weaver Ripley kort þar sem hún sagðist himinlifandi yfir að hitta hana og óskaði henni alls hins besta í því sem hún tæki sér fyrir hendur í framtíðinni. Bréfið var í litlu umslagi en utan á það var ritað að það væri frá Ripley til Ripley.

Frásögn Ragnars í heild má lesa hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson