Bauðst til að vera staðgöngumóðir

André Söderberg nýtti tækifærið og skellti í eina sjálfu með …
André Söderberg nýtti tækifærið og skellti í eina sjálfu með söngkonunni. Skjáskot The Sun

Tónlist sönggyðjunnar Adele er með rómantískasta móti, og þarf því ekki að undra að allnokkrir hafi trúlofast á tónleikunum hennar.

Á dögunum var söngkonan stödd í Kaupmannahöfn, en á milli laga bauð hún André Söderberg og Simon Carlsson upp á svið. Öllum til mikillar undrunar skellti Söderberg sér á skeljarnar og bað um hönd kærasta síns, Carlssons.

„Ég hafði verið að hugsa um að biðja hans. Þegar hún svo bauð okkur upp á svið hugsaði ég með mér, hví ekki núna?“ sagði Söderberg í samtali við dagblaðið The Sun, en þeir höfðu keyrt frá Svíþjóð til að berja söngkonuna augum.

Adele varð um og ó, en í kjölfarið bauðst hún til þess að verða staðgöngumóðir fyrir hið nýtrúlofaða par. Enda hafi hana alltaf langað að eignast barn með sænskum manni.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aðdáendur skella sér á skeljarnar undir fögrum tónum söngkonunnar, en í mars bar ungur maður upp bónorð á tónleikum hennar. Í febrúar hvatti Adele síðan kvenkyns aðdáanda til að spyrja kærastann sinn stóru spurningarinnar, í tilefni að hlaupársdegi.

Frétt mbl.is: Adele bauð skötuhjúum upp á svið

Hið nýtrúlofaða par, og Adele.
Hið nýtrúlofaða par, og Adele. Skjáskot The Sun
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson