Minnast Jónsa í Langholtskirkju

Graduale Nobili og Jón á Mývatni sumarið 2014.
Graduale Nobili og Jón á Mývatni sumarið 2014. Mynd/Finnur Ágúst Ingimundarsson

Uppáhaldslög meðlima dömukórsins Graduale Nobili og Jóns Stefánssonar verða á dagskrá þegar kórinn heldur sína árlegu vortónleika í Langholtskirkju í kvöld klukkan 20. Þetta verða fyrstu tónleikar kórsins undir stjórn Árna Heiðar Karlssonar, sem tók við stjórn kórsins í mars, en Jón Stefánsson, sem stjórnaði kórnum í 15 ár, lést í apríl síðastliðnum.

Árni Heiðar hlaut tónlistarmenntun beggja vegna Atlantsála og hefur komið fram bæði hérlendis og erlendis í djasstríói undir eigin nafni, meðleikari með söngvurum og hljóðfæraleikurunum og einnig sem stjórnandi kóra og hljómsveita. Í vetur sem leið var hann á fjölum Borgaleikhússins þar sem hann var tónlistarstjóri, tónhöfundur og flytjandi í leikritinu Njálu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar í samstarfi við Íslenska dansflokkinn.

Milli verka munu kórmeðlimir, eða Nobbur, núverandi og fyrrverandi, rifja upp góðar minningar um Jón, eða Jónsa eins og hann var kallaður, sem tengjast verkunum sem síðan verða flutt. Meðal verka má nefna Maríuljóð eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Vökuró eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Heyr himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Salutatio Mariae eftir Jón Nordal og Þó þú langförull legðir eftir Sigvalda Kaldalóns.

Facebook viðburður tónleikanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson