Aðalmeðferð fer fram í máli Cosbys

Bill Cosby fyrir utan dómsalinn.
Bill Cosby fyrir utan dómsalinn. AFP

Grínistinn Bill Cosby mætti fyrir dóm í dag í máli gegn honum. Er hann sakaður um að hafa misnotað konu kynferðislega í Philadelphiu í Bandaríkjunum eftir að hafa byrlað henni ólyfjan. Dómarinn í málinu ákvað í dag eftir nokkurra daga yfirheyrslur fyrir dómi að aðalmeðferð muni fara fram.

Eftir að konan kærði Cosby steig fjöldinn allur af konum fram og höfðu svipaða sögu að segja af samskiptum sínum við hann. Alls eru ásakanirnar um 50 talsins og hafa sumar kvennanna höfðað einkamál. Eina refsimálið sem höfðað hefur verið gegn honum er hins vegar málið sem er nú rekið fyrir dómstólum. Nokkrar þeirra kvenna sem borið hafa hann sökum voru viðstaddar réttarhöldin í dag og fylgdust vel með samkvæmt frétt BBC.

Sú sem kærði Cosby heitir Andrea Constand og starfaði fyrir körfuboltalið háskólans í Temple. Constand er nú búsett í Kanada. Constand hefur lýst því hvernig hún leit á Cosby sem vin sinn og læriföður áður en hann misnotaði hana.

Constand mætti sjálf ekki fyrir dóm í dag. Það gerði hins vegar Katherine Hart, lögreglumaður sem tók skýrslur af Constand eftir hina meintu misnotkun. Í skýrslutökum lýsti Constand því hvernig Cosby á að hafa byrlað henni með pillum og áfengi þar til hún missti allan mátt og gat ekki varið sig. Í máli ákæruvaldsins kom fram að Constand á fyrst að hafa afþakkað áfengið þar sem hún sagðist ekkert hafa borðað allan daginn. Cosby á ekki að hafa tekið það í mál og heimtað að hún fengi sér. Þá á hann að hafa misnotað hana, káfað á brjóstum hennar, stungið fingri inn í leggöng hennar og sett hönd hennar á stífan lim sinn.

Cosby gekkst upphaflega undir dómssátt árið 2005 vegna málsins og greiddi hann Constand þá óuppgefna upphæð. Ákæruvaldið tók hins vegar málið aftur upp síðasta sumar. 

Ef Cosby verður fundinn sekur getur hann búist við 10 ára fangelsisdómi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson